Íslenskur sigur gegn Paragvæ
Stirður sóknarleikur en sigurinn hafðist
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það tók íslenska liðið talsverðan tíma að slíta Paragvæ frá sér. Það hafðist þó á endanum og eftir um stundarfjórðung var Ísland komið sjö mörkum yfir í stöðunni 12-5.
Þá fór hins vegar allt í lás í íslensku sókninni og liðið skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Paragvæska liðið náði þó bara að minnka muninn niður í fjögur mörk og staðan í hálfleik var 13-9.
Áfram hélt bras í sóknarleiknum í seinni hálfleik og Paragvæ minnkaði muninn í tvö mörk í stöðunni 17-15. Íslensku stelpurnar hrukku þá aftur í gang og náðu upp forskoti sem Paragvæ tókst ekki að brúa.
Lokatölur urðu 25-19 en Perla Ruth Albertsdóttir fór fyrir markaskorun Íslands með sjö mörk. Sandra Erlingsdóttir skoraði 5.
Ísland er því búið að vinna báða leiki sína í forsetabikarnum. Síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Kína á mánudaginn kemur, vinnist sá leikur mun Ísland spila um 25. sætið og forsetabikarinn.
Sex marka sigur
Leik lokið og Ísland vann með sex mörkum, 19-25.
Ekki besti leikur Íslands en við tökum sigurinn.
Þetta er að hafast
Tæplega þrjár mínútur eftir og Ísland leiðir með sex mörkum, 17-23.
Staðan er 15-19
Ísland leiðir með fjórum mörkum þegar seinni hálfleikur er rúmlega hálfleikur. Munurinn mætti vera meiri en vonandi klára okkar konur þetta!
Perla Ruth skorar tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks
Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik og staðan er 9-15. Perla Ruth skoraði bæði mörk Íslands sem komin eru í sienni hálfleik.
Ísland leiðir með fjórum í hálfleik
Það er kominn hálfleikur í Frederikshavn. Ísland er að vinna 13-9 en fyrri hálfleikurinn hefði þó getað verið betri.
Hafdís Renötudóttir hefur verið frábær í markinu og varið 11 skot. Sóknarleikurinn hefur hins vegar eins og best gerist en við erum þó allavega enn yfir.
Ísland leiðir með sex mörkum
Flottur leikur hjá íslenska liðinu. Staðan er nú 5-11 og er Perla Ruth Albertsdóttir markahæst sem stendur með þrjú mörk.
Leikurinn er farinn af stað!
Leikurinn er byrjaður. Þórey Rósa skoraði fyrsta mark leiksins en staðan er jöfn, 2-2, eftir fjórar mínútur.
Leikmannahópur Íslands
Hildigunnur Einarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir hvíla í dag.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (52/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (53/3)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (48/73)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (19/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (47/63)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (12/22)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (9/7)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (9/8)
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (16/4)
Lilja Ágústsdóttir, Val (17/9)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (41/70)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (29/130)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (83/61)
Thea Imani Sturludóttir, Val (71/145)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (40/41)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (130/376)