Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Samantekt

Íslenskur sigur gegn Paragvæ

Almarr Ormarsson

,
9. desember 2023 kl. 18:49

Stirður sóknarleikur en sigurinn hafðist

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og það tók íslenska liðið talsverðan tíma að slíta Paragvæ frá sér. Það hafðist þó á endanum og eftir um stundarfjórðung var Ísland komið sjö mörkum yfir í stöðunni 12-5.

Þá fór hins vegar allt í lás í íslensku sókninni og liðið skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Paragvæska liðið náði þó bara að minnka muninn niður í fjögur mörk og staðan í hálfleik var 13-9.

Áfram hélt bras í sóknarleiknum í seinni hálfleik og Paragvæ minnkaði muninn í tvö mörk í stöðunni 17-15. Íslensku stelpurnar hrukku þá aftur í gang og náðu upp forskoti sem Paragvæ tókst ekki að brúa.

Lokatölur urðu 25-19 en Perla Ruth Albertsdóttir fór fyrir markaskorun Íslands með sjö mörk. Sandra Erlingsdóttir skoraði 5.

Ísland er því búið að vinna báða leiki sína í forsetabikarnum. Síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Kína á mánudaginn kemur, vinnist sá leikur mun Ísland spila um 25. sætið og forsetabikarinn.

Perla Ruth Albertsdóttir
Perla Ruth AlbertsdóttirRÚV / Mummi Lú

9. desember 2023 kl. 18:32

Sex marka sigur

Leik lokið og Ísland vann með sex mörkum, 19-25.

Ekki besti leikur Íslands en við tökum sigurinn.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta í leik gegn Angóla á HM kvenna 2023.
IHF

9. desember 2023 kl. 18:27

Þetta er að hafast

Tæplega þrjár mínútur eftir og Ísland leiðir með sex mörkum, 17-23.

Elín Rósa Magnúsdóttir
Elín RósaRÚV / Mummi Lú

9. desember 2023 kl. 18:11

Staðan er 15-19

Ísland leiðir með fjórum mörkum þegar seinni hálfleikur er rúmlega hálfleikur. Munurinn mætti vera meiri en vonandi klára okkar konur þetta!

Thea Imani Sturludóttir í leik Íslands og Slóveníu á HM 2023.
Thea Imani SturludóttirEPA

9. desember 2023 kl. 17:53

Perla Ruth skorar tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks

Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik og staðan er 9-15. Perla Ruth skoraði bæði mörk Íslands sem komin eru í sienni hálfleik.

9. desember 2023 kl. 17:36

Ísland leiðir með fjórum í hálfleik

Það er kominn hálfleikur í Frederikshavn. Ísland er að vinna 13-9 en fyrri hálfleikurinn hefði þó getað verið betri.

Hafdís Renötudóttir hefur verið frábær í markinu og varið 11 skot. Sóknarleikurinn hefur hins vegar eins og best gerist en við erum þó allavega enn yfir.

Hafdís Renötudóttir
Hafdís RenötudóttirRÚV / Mummi Lú

9. desember 2023 kl. 17:16

Ísland leiðir með sex mörkum

Flottur leikur hjá íslenska liðinu. Staðan er nú 5-11 og er Perla Ruth Albertsdóttir markahæst sem stendur með þrjú mörk.

Perla Ruth Albertsdóttir
Perla Ruth AlbertsdóttirRÚV / Mummi Lú

9. desember 2023 kl. 17:04

Leikurinn er farinn af stað!

Leikurinn er byrjaður. Þórey Rósa skoraði fyrsta mark leiksins en staðan er jöfn, 2-2, eftir fjórar mínútur.

9. desember 2023 kl. 16:57

Leikmannahópur Íslands

Hildigunnur Einarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir hvíla í dag.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (52/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (53/3)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (48/73)

Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (19/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (47/63)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (12/22)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (9/7)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (9/8)
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (16/4)
Lilja Ágústsdóttir, Val (17/9)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (41/70)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (29/130)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (83/61)
Thea Imani Sturludóttir, Val (71/145)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (40/41)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (130/376)