Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann sannfærandi 13 marka sigur gegn Slóveníu 21-34 í milliriðli 2 á HM kvenna handbolta. Norska liðið er með því komið í átta liða úrslit mótins en liðið er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.
Það var allt jafnt fyrstu mínúturnar en norska liðið sleit sig frá því slóvenska og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. Noregur réði svo lögum og lofum á vellinum í seinni hálfleiknum og forystan aldrei í hættu.
Norska liðið endar því á toppi riðilsins með 8 stig og hefur unnið alla leiki sína á mótinu en Frakkland er sömuleiðis komið áfram úr riðlinum, líka með 8 stig.
Þá er Holland með mjög góða stöðu í milliriðli fjögur eftir stórsigur á Úkraínu í kvöld 40-21.