7. desember 2023 kl. 22:31
Íþróttir
HM í handbolta 2023

Japan vann óvænt­an sigur á Dönum á HM

Óvænt úrslit urðu á HM kvenna í handbolta í kvöld. Japanir gerðu sér lítið fyrir og unnu Dani í spennandi leik, 27-26. Jafnt var í hálfleik en í seinni hálfleik náðu Japanir fjögurra marka forystu, 20-16, sem Danir unnu þó upp og jöfnuðu í 26-26 en Japanir skoruðu síðasta mark leiksins og fögnuðu fræknum sigri.

Japans Hikaru Matsumoro celebrates the last goal of the IHF World Women's Handball Championship Main Round Group 3 match between Denmark and Japan in Frederikshavn, Denmark, 07 December 2023.
EPA-EFE/Bo Amstrup

Þjóðverjar eru á toppi riðilsins með 6 stig en Danmörk og Pólland koma næst með 4 stig á undan Japan og Rúmeníu sem eru með 2 stig hvort.

Úrslit leikja má sjá á HM-vef RÚV.