7. desember 2023 kl. 10:04
Íþróttir
HM í handbolta 2023

Fyrsti leikur Ís­lands í For­seta­bik­arn­um í dag

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur sinn fyrsta leik í Forsetabikarnum á HM í dag gegn Grænlandi. Þau lið sem ekki komast í milliriðil leika um sæti 25 til 32 á mótinu í Forsetabikarnum. Ísland mætir því neðstu liðunum úr A, B og C riðli í Frederikshavn í Danmörku næstu daga.

Leikir Íslands í Forsetabikarnum:
Ísland - Grænland í dag klukkan 17:00 - RÚV
Ísland - Paragvæ 9. desember klukkan 17:00 - RÚV
Ísland - Kína 11. desember klukkan 17:00 - RÚV

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Íslands í baráttunni gegn Frökkum á HM kvenna í handbolta.
EPA