„Getum sýnt úr hverju við erum gerðar“
Ísland mætir Angóla í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið fer áfram í milliriðil ásamt Slóveníu og Frakklandi. Liðið sem tapar í dag fer í forsetabikarinn þar sem spilar verður um sæti 25-32. Íslenska liðið ætla að leggja allt í sölurnar í dag til að komast í milliriðlakeppnina.
„Þetta er skemmtilegt lið sko, alveg með flotta leikmenn og í raun betra en fólk myndi halda. En við höfum skoðað þær og erum búnar að sjá að það eru fullt af möguleikum. Hægt að gera betur en í síðasta leik, fínt að geta skoðað þann leik.“