4. desember 2023 kl. 21:27
Íþróttir
HM í handbolta 2023

Frakk­ar enduðu efstar í okkar riðli

Frakkar höfðu betur gegn Slóvenum í lokaleik liðana í riðli Íslands á HM kvenna í handbolta í dag. Liðið er þar með efst í riðlinum með sex stig af sex mögulegum. Þær frönsku leiddu 17-15 í hálfleik. Lokatölur urðu 31-27.

Slóvenía endar í öðru sæti og Angóla í því þriðja eftir jafntefli gegn Ísland í dag. Tæpur sigur Frakklands gegn Angóla í fyrstu umferð reyndist okkur dýrkeyptir. Franska liðið kom dýrvitlaust til leiks gegn Íslandi og vann níu marka sigur. Því komst Ísland ekki í milliriðil sökum lakari markatölu en Angóla.

Franski landsliðsmaðurinn Estelle Nze Minko sendir boltann á HM kvenna í handbolta.
EPA

Staðan var 25-22 Frökkum í vil um miðjan seinni hálfleik. Þær juku muninn í 27-22 skömmu síðar er Slóvenar fengu tveggja mínútna brottvísun.

Tjasa Stanko var markahæst í liði Slóvena með sjö mörk. Lena Grandveau leiddi markaskorun þeirra frönsku með sex mörk.

Önnur úrslit dagsins:

Kamerún 26 - 23 Paragvæ
Svartfjallaland 24 - 18 Ungverjaland

Þýskaland 33 - 17 Pólland

Argentína 31 - 26 Kongó

Holland 33 - 20 Tékkland

Sjá má upplýsingar um markaskorara, gang leiksins og stöðu í riðlum á HM síðu RÚV handbolta.