Spánn sterkari á lokakaflanum gegn Brasilíu
Spánverjar unnu Brasilíu í leik liðanna á HM kvenna í handbolta 25-27. Þær spænsku skoruðu fimm af síðustu sex mörkum leiksins. Staðan var 23-21 Brasilíu í vil þegar níu mínútur eftir. Brasilíu var með forystuna þegar tvær mínútur voru til leikskloka, 25-24. Þá gáfu þær spænsku rækilega í og skoruðu þrjú mörk á lokakaflanum.
Spánn leiddi 12-16 þegar liðin gengu til búningsklefa. Þrátt fyrir góðan seinni hálfleik Brasilíu tapaðist leikurinn á lokasprettinum.
Ana Paula Rodrigues skoraði sex mörk fyrir Brasilíu en Bruna De Paula skoraði fimm mörk auk þess að leggja upp önnur sex fyrir liðsfélaga sína.
Markaskorun þeirra spænsku dreifðist nokkuð jafnt Paula Arcos var markahæst með fimm mörk. Þar af voru tvö með skömmu millibil á 58. og 59. mínútu.
Úkraína vann Kasakstan 37-27. Þá vann Króatía lið Kína 39-13.
Önnur úrslit dagsins má finna á HM síðu RÚV íþrótta.
Leikur Noregs og Suður-Kóreu er í beinni útsendingu á RÚV2 klukkan 19:30.