Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Hversu vel þekkjast þær? „Þú lærðir flokkunarfræði í háskóla“

Jóhann Páll Ástvaldsson

Valsararnir og herbergisfélagarnir Thea Imani Sturludóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir mættust í keppninni „Hversu vel þekkjumst við?“ . Þær Thea og Þórey svöruðu hinum ýmsu spurningum hvor um aðra.

Hvað heitir hundurinn hennar Theu? En skóstærð? Hvert er uppeldisfélag Þóreyjar? En hversu marga Íslandsmeistaratitla hefur Þórey unnið? Hvað lærði Þórey í háskóla?

„María liðsfélagi okkar í Val trúði því að ég væri með BS-gráðu í flokkunarfræði. Ég er bara best á Íslandi í að flokka,“ sagði Þórey.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, horn, Valur. 38 landsleikir, 31 mark.

Thea Imani Sturludóttir, skytta, Valur. 69 landsleikir, 136 mörk.

Næsti leikur Íslands er gegn Angóla á morgun klukkan 17:00. Leikurinn er í beinni á RÚV.