17. nóvember 2023 kl. 11:23
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

Hákon Arnar ekki með gegn Portú­gal

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur orðið að draga sig út úr íslenska hópnum fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM á sunnudag. Hákon Arnar er meiddur og lék ekki gegn Slóvakíu í gærkvöldi heldur. Hákon Arnar hefur verið öflugur í undankeppninni þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur að aldri. Hann hefur skorað þrjú mörk í undankeppninni og er markahæstur íslensku leikmannanna ásamt Aroni Einari Gunnarssyni og Alfreð Finnbogasyni.

Andri Fannar Baldursson og Daníel Leó Grétarsson hafa verið kallaðir inn í íslenska hópinn í staðinn. Andri Fannar er fyrirliði U21 liðs Íslands og lék með þeim gegn Wales í gær. Hann á að baki 9 A-landsleiki. Daníel Leó á 13 A-landsleiki að baki.

Ísland mætir Portúgal ytra á sunnudag klukkan 19:45 og er það lokaleikur undankeppninnar hjá íslenska liðinu að þessu sinni.

Hákon Arnar Haraldsson í leik Íslands gegn Bosníu í undankeppni EM í september 2023 á Laugardalsvelli.
RÚV / Mummi Lú