Helena snýr aftur í landsliðið
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur nýja undankeppni fyrir EM 2025 nú í nóvember. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er búinn að velja leikmannahópinn fyrir fyrstu tvo leikina sem verða 9. og 12. nóvember. Ísland mætir þá Rúmeníu og Tyrklandi.
Tveir nýliðar eru í landsliðshópnum að þessu sinni, þær Ísold Sævarsdóttir í Stjörnunni og Jana Falsdóttir í Njarðvík. Ísold spilar fyrri leikinn en Jana þann seinni.
Helena Sverrisdóttir snýr aftur í landsliðið en hún hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Hún er leikjahæsta landsliðskonan í hópnum og verður leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi eftir leikinn gegn Rúmeníu.
Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðshópinn í nóvember:
Nafn · Félag · Landsleikir
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 8
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 12
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 9
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 18
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 13
Helena Sverrisdóttir · Haukar · 79
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 12
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · Nýliði
Jana Falsdóttir · Njarðvík · Nýliði
Sara Líf Boama · Valur · 2
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 18
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 4
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 31