9. október 2023 kl. 15:38
Íþróttir
Aðrar íþróttir

Elsa heims­meist­ari þriðja árið í röð

Sem fyrr hafa íslenskir keppendur gert vel á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum, en mótið stendur nú yfir í Mongólíu.

Elsa Pálsdóttir sigraði með yfirburðum í flokki -76 kílóa í aldursflokki 60-69 ára. Það er þriðja árið í röð sem hún vinnur þennan flokk. Um leið bætti hún tvö heimsmet; í hnébeygju með lyftu upp á 140 kíló og í réttstöðulyftu þegar hún lyfti 170,5 kílóum.

Hörður Birkisson varð svo heimsmeistari í klassískum lyftingum í -74 kílóa flokki 60-69 ára. Í klassískum lyftingum er lyft án nokkurs hjálparbúnaðar. Hann bætti eigið Íslandsmet í flokknum í hnébeygju og réttstöðulyftu og líka í samanlögðu.

Þriðji keppandi Íslands er svo Sæmundur Guðmundsson sem keppir á föstudag.

Kraftlyftingafólkið Elsa Pálsdóttir og Hörður Birkisson. Á milli þeirra er Kristleifur Andrésson, þjálfari.
Kraftlyftingasamband Íslands

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV