Karlalið Breiðabliks mætir Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í fyrsta leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Breiðablik braut blað í íslenskri fótboltasögu þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða. Leikurinn hefst kl. 19:00 á Bloomfield Stadium ytra.