14. ágúst 2023 kl. 14:53
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

Gekk óvart inn í kústa­skáp eftir mik­il­væg­an blaða­manna­fund

Peter Gerhardsson þjálfari sænska kvennalandsliðsins í fótbolta lenti í heldur vandræðalegu augnabliki að loknum blaðamannafundi í morgun, þegar hann labbaði óvart inn í kústaskáp. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gerhardsson slær í gegn á blaðamannafundi á mótinu en eftir sigur liðsins á Japan lýsti því hvernig sænska liðið lék eins og býflugur.

Svíþjóð og Spánn mæt­ast liðin í undanúr­slit­um heimsmeistaramóts kvenna í fyrramálið klukkan átta.