14. ágúst 2023 kl. 14:53
Íþróttir
HM í fótbolta 2023
Gekk óvart inn í kústaskáp eftir mikilvægan blaðamannafund
Peter Gerhardsson þjálfari sænska kvennalandsliðsins í fótbolta lenti í heldur vandræðalegu augnabliki að loknum blaðamannafundi í morgun, þegar hann labbaði óvart inn í kústaskáp. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Here’s a gem from todays press conference - Peter Gerhardsson enters a cleaning scrub instead of leaving 😂
— Amanda Zaza (@amandaezaza) August 14, 2023
pic.twitter.com/fZGGMir5Xc
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gerhardsson slær í gegn á blaðamannafundi á mótinu en eftir sigur liðsins á Japan lýsti því hvernig sænska liðið lék eins og býflugur.
Peter Gerhardsson with a masterclass after the game against Japan. pic.twitter.com/dzIiKQ7hTQ
— 🇸🇪 (@SwedeStats) August 11, 2023
Svíþjóð og Spánn mætast liðin í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í fyrramálið klukkan átta.