13. ágúst 2023 kl. 1:35
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

Frakklandsforseti segist halda með Ástralíu gegn Englandi

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kveðst halda með landsliði Ástralíu í knattspyrnu þegar það mætir Englandi 16. ágúst í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna.

epa05807401 French presidential candidate, Emmanuel Macron speaks to supporters during a rally in the Central Methodist Hall in London, Britain, 21 February 2017.  EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA
EPA

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, krafði Frakklandsforseta svars á samskiptamiðlinum X um hvoru liðinu hann fylgdi að málum eftir að franska landsliðið tapaði fyrir því ástralska eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni.

„Ekkert persónulegt í garð okkar ensku vina, en veðmál er veðmál. Gangi Ástralíu sem best í undanúrslitunum,“ svaraði Macron. Albanese fagnaði svarinu og hyllti loks lið Frakklands sem hann sagði að hefði spilað stórkostlega.

Öllu vingjarnlegri tónn er í samskiptum leiðtoganna nú en fyrir tveimur árum þegar harkalega skarst í brýnu eftir að þáverandi ríkisstjórn Ástralíu rifti margmilljarða kaupsamningi um franska kafbáta.