10. ágúst 2023 kl. 13:56
Íþróttir
HM í fótbolta 2023
James í tveggja leikja bann fyrir traðkið
Enska landsliðskonan Lauren James hefur verið úrskurðuð í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hún fékk gegn Nígeríu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Í leiknum sem England vann í vítaspyrnukeppni fékk James rautt spjald fyrir að traðka á Michelle Alozie, leikmanni Nígeríu.
James sem fram að þessu hafði leikið frábærlega á mótinu mun því missa af átta liða úrslitunum og undanúrslitunum, komist enska liðið þangað.
Lauren James has received a two-match ban after her straight red card vs. Nigeria
— B/R Football (@brfootball) August 10, 2023
She’ll only be available again if England reach the World Cup final pic.twitter.com/bu4nT3mo5X