10. ágúst 2023 kl. 13:56
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

James í tveggja leikja bann fyrir traðkið

Enska landsliðskonan Lauren James hef­ur verið úr­sk­urðuð í tveggja leikja bann fyr­ir rauða spjaldið sem hún fékk gegn Níg­er­íu í 16-liða úr­slit­um heims­meist­ara­móts­ins.

Í leiknum sem England vann í vítaspyrnukeppni fékk James rautt spjald fyr­ir að traðka á Michelle Alozie, leikmanni Nígeríu.

James sem fram að þessu hafði leikið frábærlega á mótinu mun því missa af átta liða úr­slit­un­um og undanúr­slit­un­um, kom­ist enska liðið þangað.