7. ágúst 2023 kl. 12:45
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

Ástr­al­ía komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Dan­mörku

Heimakonur í Ástralíu slógu Danmörku út í 16-liða úrslitum HM kvenna í fótbolta í dag. Ástralía vann nokkuð sannfærandi 2-0 sigur.

Danmörk byrjaði leikinn ögn betur og voru nálægt því að skora strax í upphafi leiks. Ástralíukonur voru hins vegar mjög hættulegar í skyndisóknum og Caitlin Foord skoraði eftir eina slíka á 29. mínútu eftir laglegan undirbúning Mary Fowler. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Þær dönsku voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en tókst ekki að skapa sér alvöru færi. Það gerði Ástralía hins vegar og 20 mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Hayley Raso forystuna eftir flotta sókn. Dönum tókst ekki að minnka muninn og lokatölur urðu því 2-0.

Ástralía mætir Frakklandi eða Marokkó í 8-liða úrslitum en þau lið mætast á morgun.

Caitlin Foord, leikmaður Ástralíu, fagnar marki sínu gegn Danmörku í 16-liða úrslitum HM kvenna í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Caitlin FoordEPA / Dan Himbrechts

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV