6. ágúst 2023 kl. 12:08
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

Svíþjóð sló heimsmeistarana út eftir vítakeppni

Heimsmeistarar síðustu tveggja heimsmeistaramóta, Bandaríkin, eru úr leik á HM í fótbolta. Eftir ótrúlega dramatíska vítaspyrnukeppni vann Svíþjóð í 16-liða úrslitum.

Bandaríska liðið var með mikla yfirburði allan leiktímann í dag og átti ellefu markskot gegn einu frá Svíþjóð. Zecira Muzovic, markvörður Svíþjóðar, varði hins vegar eins og óð kona allan leikinn og því endaði leikurinn í vítakeppni.

Í fyrstu sex spyrnum liðanna skoraði hvort lið fjórum sinnum. Kelley O'Hara skaut þá í stöngina fyrir Bandaríkin. Lina Hurtig tók sjöunda víti Svíþjóðar. Alyssa Naeher, markvörður Bandaríkjanna, varði boltann en hann skaust upp í loftið og fór millimetra yfir marklínuna. 5-4 fór og Svíþjóð fer áfram en Bandaríkin halda heim.

Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska liðið kemst ekki að minnsta kosti í undanúrslit á HM og aðeins í annað sinn sem liðið kemst ekki í undanúrslit stórmóts. Svíþjóð, bronslið síðasta HM, heldur hins vegar áfram og mætir Japan í 8-liða úrslitum á föstudag.

EPA