1. ágúst 2023 kl. 13:05
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

Risasigur Englands - Danir líka áfram

England og Danmörk tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM í fótbolta.

England mætti Kína í lokaumferðinni í dag og vann stórsigur, 6-1. Lauren James fór mikinn í enska liðinu og skoraði tvö mörk og lagði upp önnur þrjú. Alessia Russo, Lauren Hemp, Chloe Kelly og Rachel Daly skoruðu fyrir England, auk James. Wang Shuang skoraði mark Kína úr víti.

Danir mættu svo Haítí og eins og áður í mótinu lét Haítí andstæðinga sína hafa fyrir hlutunum. Pernille Harder kom Dönum yfir úr víti í fyrri hálfleik og Sanne Troelsgaard innsiglaði sigurinn á 9. mínútu uppbótartíma.

England endar efst í riðlinum og mætir Nígeríu í 16-liða úrslitum og Danmörk mætir Ástralíu. Kína og Haítí hafa lokið keppni.

EPA