Keppni lauk í C-riðli HM í fótbolta í dag. Japan tryggði sér efsta sæti riðilsins með öruggum stórsigri á Spáni. 4-0 urðu lokatölurnar en Japan komst í 3-0 í fyrri hálfleik.
Þá vann Sambía Kosta Ríka 3-1 og vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramóti kvenna.
Japan endar efst í riðlinum með fullt hús stig, Spánn er með sex stig, Sambía þrjú og Kosta Ríka ekkert.
Spánn og Japan fara áfram úr riðlinum. Japan mætir Noregi í 16-liða úrslitum og Spánn mætir Sviss.