30. júlí 2023 kl. 12:02
Íþróttir
HM í fótbolta 2023
Mark í uppbótartíma tryggði sögulegan sigur Kólumbíu
Þýskaland og Kólumbía mættust í H-riðlinum á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í lokaleik dagsins. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið sína fyrstu leiki, Þýskaland vann stórsigur á Marokkó og Kólumbía vann S-Kóreu.
Leikurinn fór rólega af stað og var jafnt í hálfleik. Það var svo ungstirnið Linda Caicedo sem skoraði stórglæsilegt mark á 52. mínútu leiksins þegar hún smurði boltann yfir Merle Frohms í markinu.
Allt stefndi í kólumbískan sigur en á 89. mínútu fær Þýskaland vítaspyrnu og úr henni skorar Alexandra Popp. á 97. mínútu leiksins fékk Kólumbía svo hornspyrnu og úr henni skoraði Manuela Vanegas með frábærum skalla og þar við sat, lokatölur 2-1.