Fyrsti leikur dagsins á HM í fótbolta var viðureign Suður-Kóreu og Marokkó. Úrslitin þar urðu 1-0 fyrir Marokkó, sem eru talsvert óvænt úrslit. Ibtissam Jraidi skoraði mark Marokkó og var það fyrsta mark þeirra á HM í kvennaflokki frá upphafi.
Sigurinn var jafnframt sá fyrsti hjá liði Marokkó. Ennfremur er þetta óvæntasti sigur, eða tap, mótsins til þessa. 55 sæti skilja liðin að á styrkleikalista FIFA; Marokkó er í 72. sæti en Suður-Kórea í því 17.
Marokkó er nú með 3 stig í 1.-3. sæti H-riðils, en Þýskaland á eftir að spila við Kólumbíu síðar í dag. Suður-Kórea er án stiga.
Í lokaumferð riðilsins mætast svo Þýskaland og Suður-Kórea og Marokkó og Kólumbía og því allt opið enn.