Jamaíka og Frakkland eru jöfn að stigum á toppi F-riðils á HM kvenna í fótbolta eftir aðra umferð sem leikin var í dag. Jamaíka vann 1-0 sigur á Panama þar sem Allyson Swaby skoraði sigurmarkið á 56. mínútu. Fyrr í dag vann Frakkland 2-1 sigur á Brasilíu í sama riðli.
Í lokaumferðinni mætast annars vegar Jamaíka og Brasilía og hins vegar Panama og Frakkland. Panama á ekki lengur möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit.