29. júlí 2023 kl. 14:30
Íþróttir
HM í fótbolta 2023

Jama­íka í annað sætið með sigri á Panama

Jamaíka og Frakkland eru jöfn að stigum á toppi F-riðils á HM kvenna í fótbolta eftir aðra umferð sem leikin var í dag. Jamaíka vann 1-0 sigur á Panama þar sem Allyson Swaby skoraði sigurmarkið á 56. mínútu. Fyrr í dag vann Frakkland 2-1 sigur á Brasilíu í sama riðli.

Í lokaumferðinni mætast annars vegar Jamaíka og Brasilía og hins vegar Panama og Frakkland. Panama á ekki lengur möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit.

Allyson Swaby (C) of Jamaica celebrates after scoring a goal during the FIFA Women's World Cup 2023 soccer match between Panama and Jamaica at Perth Rectangular Stadium in Perth, Australia, 29 July 2023. EPA-EFE/RICHARD WAINWRIGHT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND
EPA-EFE/RICHARD WAINWRIGHT