25. júní 2023 kl. 12:39
Íþróttir
Handbolti

Stiven genginn til liðs við Benfica

Landsliðsmaðurinn í handbolta Stiven Tobar Valencia hefur gengið til liðs við portúgalska liðið Benfica. Stiven hefur verið í lykilhlutverki í liði Vals síðustu ár, en hann gerir eins árs samning við Benfica. Lék hann sína fyrstu landsleiki fyrr á þessu ári er hann lék í undankeppni EM 2024.

Í 24 leikjum í ár í íslenskum keppnum var Stiven með 2.8 mörk að meðaltali í leik samkvæmt tölfræði HB Statz, en auk þess var hann með 2.4 löglegar stöðvanir þar sem hann lék lykilhlutverk í vörn Snorra Steins Guðjónssonar og Valsmanna.

Stiven Tobar Valencia
Rúv / Mummi Lú

Skiptin hafa staðið til í þó nokkurn tíma, en nokkur evrópsk stórlið voru að fylgjast grannt með gangi mála hjá hornamanninum knáa. Stiven mun leika í treyju númer sjö, en Benfica var í þriðja sæti portúgölsku deildarkeppninnar á síðasta ári.

Viðtal við Stiven fyrir síðasta tímabil - Frá Kólumbíu í hornið á Hlíðarenda.