Veszprém hefur áhuga á Stiven Tobar
Stiven Tobar Valencia leikmaður Vals kemur nýr inn í íslenska landsliðið í leikina á móti Tékklandi í undankeppni EM. Stiven hefur verið atkvæðamikill hjá Val í vetur sem hefur ekki farið framhjá ungverska stórliðinu Veszprém
Hornamaðurinn knái Stiven Tobar Valencia, leikmaður Vals, kemur nýr inn íslenska karlalandsliðið í handbolta í leiki gegn Tékklandi í undankeppni EM.
„Ég fékk bara símtalið um hvort ég væri ekki bara klár í þetta verkefni og ég sagði bara já.“
Stiven hefur átt góðu gengi að fagna með Val í vetur og spilamennska hans hefur sannarlega vakið áhuga stórliða í Evrópu sem hafa, að sögn Stivens, sett sig í samband við Val.
„Það hefur verið áhugi erlendis frá sem ég er bara að skoða hvort hendi mér eða ekki“
Aðspurður um hvort að eitt þeirra liða sem hafa verið í sambandi sé ungverska stórliðið Veszprem?
„já sennilega og það er bara til framtíðar, þannig að já“ sagði Stiven Tobar í viðtali við RÚV.
Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum er fylgir þessari frétt