Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

„Ég varð að jarðtengja hann aðeins.“

Kristjana Arnarsdóttir

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson var að vonum mjög ánægður með sigur Íslands gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Ísland vann 30-26 og skoraði Bjarki níu mörk úr ellefu skotum í leiknum.

„Þetta er einhver sautján ára pjakkur. Ég varð að jarðtengja hann aðeins. Hann er ógeðslega góður en hann var búinn að vera pönkast aðeins í mér, hann var að tosa í mig í hraðaupphlaupinu og ég veit ekki alveg af hverju ég gerði þetta. Ég bara réð ekki við mig,“ sagði Bjarki Már, en hann fékk tveggja mínútna brottvísun í síðari hálfleik þegar hann fagnaði marki sínu um of fyrir framan portúgalska ungstirnið Francisco Costa.