11. janúar 2023 kl. 19:08
Íþróttir

Stjarn­an í bik­ar­úr­slit fimmta árið í röð

Stjarnan er komin í bikarúrslit karla í körfubolta fimmta árið í röð eftir sigur á Keflavík í undanúrslitunum í kvöld. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar yfir í hálfleik 43-45 en í þriðja leikhluta sneru Stjörnumenn leiknum sér í vil. Þeir voru 8 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 70-62.

Stjarnan komst mest 16 stigum yfir en Keflvíkingar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig þegar 20 sekúndur voru eftir. Nær komust þeir þó ekki og Stjarnan fagnaði 6 stiga sigri, 89-83.

Stjarnan mætir annað hvort Val eða Hetti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn en undanúrslitaleikur þeirra hefst klukkan 20:00 í beinni útsendingu á RÚV 2.

Stjarnan körfubolti
RÚV / Mummi Lú