Hátt í fjögur hundruð manns gerðu sér ferð upp í Heiðmörk í dag, og tíndu sveppi. Göngufólkið naut leiðsagnar sérfræðinga, enda er ekki allir sveppir ætir.

Það leynist víða góðgætið úti í náttúrunni, en það þarf stundum að hafa örlítið fyrir því að ná í það. 400 sveppaáhugamenn brugðu sér í sveppagöngu Háskóla Íslands og Ferðafélags barna. Fyrst var farið í gönguna árið 2011, en aldrei hafa fleiri mætt en nú. Það er ljóst að sveppir verða undirstaðan í kvöldmat fjölda fólks næstu dagana. 

Nánar má fræðast um þetta í fréttinni í spilaranum hér að ofan.