3. apríl 2025 kl. 18:11
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Jarð­skjálft­ar fund­ust vel á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Öflugir skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu um sexleytið. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 3,6 að stærð samkvæmt fyrsta mati. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í hrinunni.

Skjálftahrina í Brennisteinsfjöllum.
Veðurstofa Íslands

Upptökin voru austur af Trölladyngju, á milli Kleifarvatns og Trölladyngju. Skjálftarnir urðu ekki á kvikuganginum en eru líklega gikkskjálftar af völdum kvikugangsins. Mikið álag er á mælakerfi Veðurstofunnar.

Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Veðurstofunni.