3. apríl 2025 kl. 6:49
Innlendar fréttir
Eldgos við Sundhnúksgíga

Sex hund­ruð skjálft­ar frá mið­nætti

Frá miðnætti hafa mælst um sex hundruð skjálftar í kvikuganginum á Reykjanesskaga. Skjálftarnir dreifast nokkuð jafnt frá Stóra Skógfelli og norður fyrir Keili.

Engin virkni hefur sést síðan gossprungan opnaðist norðan Grindavíkur 1. apríl en enn má greina glóð í nýja hrauninu og rýkur upp úr því á mörgum stöðum.

Hraun að storkna eftir eldgos sem stóð í einn dag 1. apríl 2025. Myndin er tekin í hádeginu, 2. apríl.
RÚV / Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir