2. apríl 2025 kl. 10:07
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg
Karlmaður látinn eftir umferðarslys á Reykjanesbraut
Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Slysið varð norðan við brúna yfir Reykjanesbraut sem tengir Breiðholtsbraut við Nýbýlaveg.
Þar segir að bifreið sem var á norðurleið hafi ekið á manninn, sem var fótgangandi. Hann var fluttur á slysadeild og úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.