Eitur- og spilliefni á athafnasvæði Hringrásar þar sem eldur kviknaði

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Eldur kviknaði í gámum á athafnasvæði Hringrásar í Hafnarfirði um klukkan níu í morgun. Töluverður reykur steig upp og sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Mikið af eitur- og spilliefnum voru á svæðinu og nokkrar sprengingar urðu í olíutunnum. Enginn slasaðist. Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir smásprengingar hafa orðið þegar litlar olíu- og málningatunnur sprungu en engin stórhætta var.

„Þetta er náttúrulega endurvinnsla sem er hérna. Þetta eru olíuafgangar og málningarafgangar. Það eru rafgeymar, það eru sjónvörp, þannig að það er fullt af góssi. Það var enginn á svæðinu þegar þetta byrjaði.“