20. mars 2025 kl. 11:10
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Lög­regla og sér­sveit kölluð út að versl­un­ar­kjarna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitin voru kölluð út að verslunarkjarna í Vogahverfinu laust fyrir 10 í dag.

Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Sjónarvottur segir sjúkrabíl einnig hafa verið á vettvangi.

Unnar segir að tilkynnt hafi verið um átök á milli fjögurra einstaklinga á bílastæði verslunarkjarnans. Hann segir frekari upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu.

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra vísar alfarið á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu en staðfestir að óskað hafi verið eftir viðveru sérsveitarinnar.

Tveir vopnaðir sérsveitarmenn. Annar sækir búnað í skott bíls. Hinn stendur hjá.
Óskað var eftir aðstoð sérsveitarinnar við verslunarkjarna í Vogahverfinu.RÚV