Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitin voru kölluð út að verslunarkjarna í Vogahverfinu laust fyrir 10 í dag.
Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Sjónarvottur segir sjúkrabíl einnig hafa verið á vettvangi.
Unnar segir að tilkynnt hafi verið um átök á milli fjögurra einstaklinga á bílastæði verslunarkjarnans. Hann segir frekari upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu.
Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra vísar alfarið á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu en staðfestir að óskað hafi verið eftir viðveru sérsveitarinnar.
Óskað var eftir aðstoð sérsveitarinnar við verslunarkjarna í Vogahverfinu.RÚV