„Tollastríð gerir enga ríka heldur alla fátæka“
Útlit er fyrir að viðskiptastríð sé hafið en ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, setti í gær 25% toll á innflutning á stáli og áli. Fyrir hafði hann tilkynnt um fleiri hækkanir á tollum, m.a. gegn Mexíkó og Kanada. Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt um tolla á vörur frá Bandaríkjunum sem taka gildi í næsta mánuði.
„Eftir því sem manni skilst m.a. á ræðu Trump í þinginu núna um daginn er þetta gert til þess að gera Bandaríkin rík. Sannleikurinn er sá að það er reynsla þjóðanna í gegnum tíðina að tollastríð gerir enga ríka heldur alla fátæka. Þess vegna finnst mér þetta alveg ótrúlega skammsýn aðgerð hjá forsetanum,“ sagði Geir H. Haarde spurður hverju væri reynt að ná fram með því með því að hækka tolla.
Þú getur hlustað á spjallið við Geir í spilaranum hér að ofan.