Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

„Kryddpíurnar“ ræða myndun nýs meirihluta í Reykjavík

Grétar Þór Sigurðsson

,

Fundur oddvita vinstri flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur fór fram í dag heima hjá Heiðu Björgu Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingar í borginni.

Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður ræddi við oddvitana í dag og fór yfir stöðuna í kvöldfréttum sjónvarps.

Að sögn oddvitana eru viðræðurnar ekki komnar á formlegt stig. Þær ætla að funda með sínu baklandi í kvöld.

Líkt og kunnugt er sprakk meirihlutinn í borginni um helgina eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri ákvað að slíta meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.