Vinnu við nýjan varnargarð við það að ljúka
Margir starfsmenn verktakafyrirtækja hafa verið við störf í nágrenni Grindavíkur nánast sleitulaust frá því í nóvember í fyrra. Þó er engan bilbug á þeim að finna, og vinna við enn einn varnargarðinn er langt komin.
Garðinum er ætlað að létta álagið á stóra varnargarðinum sem ver mannvirki í Svartsengi. Um tuttugu þúsund rúmmetrar af efni fara í byggingu hans og mun hann standa um tuttugu og fimm metra yfir landslaginu.