15. apríl 2025 kl. 22:31
Innlendar fréttir
Leit og björgun
Leituðu að einstaklingi í Seljahverfi
Björgunarsveitir leituðu að einstaklingi í Seljahverfi í Reykjavík í kvöld. Leitin hófst upp úr klukkan níu en einstaklingurinn kom fram rétt eftir klukkan tíu. Leit er því hætt.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir yfir hundrað manns hafa komið að leitinni. Björgunarsveitarfólk notaði hunda og dróna við leitina.