14. apríl 2025 kl. 17:30
Innlendar fréttir
Leikskólar

Nýr leikskóli fyrir 60 börn rís í Kópavogi

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast en áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2027.
Kópavogsbær

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast. Áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2027.

Í leikskólanum verða þrjár deildir fyrir nemendur á aldrinum 2-6 ára og miðað er við að fjöldi barna verði um 60 mestan hluta dagsins, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Gert er ráð fyrir 15-20 stöðugildum í leikskólanum.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð. Áður stóð til að byggja leikskóla á tveimur hæðum með fjórum deildum en nágrannar lýstu þungum áhyggjum í umsögn um leikskólann, en þeir óttuðust að byggingin yrði yfirþyrmandi.