Afhjúpuðu nýja styttu af Paddington

Ástrós Signýjardóttir

,

Fjölmörg börn voru við afhjúpun nýrrar styttu af birninum Paddington í Newbury á Englandi á dögunum. Mörg voru með bréf til Paddingtons, þar sem þau bjóða hann velkominn aftur, en styttan sem var þar fyrir var eyðilögð í mars.

Paddington-styttur voru settar upp víða í Bretlandi í fyrra, í tilefni af frumsýningu á nýrri kvikmynd um ævintýri hans.