13. apríl 2025 kl. 18:49
Innlendar fréttir
Orkumál

Sækja um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun

Stefnt er á að hefja undirbúningsframkvæmdir við Kvíslatunguvirkjun í sumar. Stjórn Orkubús Vestfjarða ákvað formlega að sækja um virkjunarleyfi á síðasta fundi.

Hólmavík Strandir Vestfirðir
Smábátur við veiðar í Steingrímsfirði. Selá rennur í Steingrímsfjörð.ruv.is / Jóhannes Jónsson

Virkjunin verður 9,5 MW og hefur farið í umhverfismat. Beðið er endanlegrar staðfestingar aðalskipulags Strandabyggðar. Skipulagið tekur til 1450 hektara og nær yfir stöðvarhús, efnistökusvæði í Selárdal og lóna og veitusvæða á hálendinu vestan Selárdals. Kvíslatunguvirkjun verður dýrasta verkefni Orkubúsins og kostar sjö milljarða króna. Áætlað er að hún byrji að framleiða raforku í lok árs 2027.