Slökkviliðsaðgerðum er lokið við Bólstaðarhlíð í Reykjavík þar sem eldur kviknaði í bílskúr nú undir kvöld. Talsvert viðbragð var á staðnum en vel gekk að slökkva eldinn.
Sigurjón Ólafsson hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að eldur hafi komist í þak bílskúrsins og því hafi þurft að rífa hluta þaksins til að slökkva hann.
Lögreglu hefur verið afhendur vettvangur til rannsóknar.