12. apríl 2025 kl. 18:39
Innlendar fréttir
Veður

Gul við­vör­un vegna norð­an­hríð­ar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna norðanhríðar í þremur landshlutum á morgun. Fyrsta viðvörunin tekur gildi á Austfjörðum klukkan sex í fyrramálið. Sú næsta tekur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan 11 og loks á Norðurlandi eystra klukkan 14. Viðvaranirnar gilda til miðnættis annað kvöld.

Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Gular veðurviðvaranir.
Veðurstofa Íslands