Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf. í sumar, eins og greint var frá í fréttum í gær. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, ástæðu þess vera aðstæður í heimsmálum. Afurðaverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og fari versnandi. Verð afurða félagsins verði það lágt að ekki sé forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar.
Lágt gengi krónunnar gagnvart japanska jeninu hjálpi heldur ekki til, né umrót á heimsmörkuðum. Hvalur hf. sjái ekkert annað í stöðunni en að bíða betri tíma og endurmeta stöðuna á nýju ári.