11. apríl 2025 kl. 5:29
Innlendar fréttir
Samgöngur

Kaup­end­ur nytja­hjóla fá allt að 200.000 króna styrk

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ætlar að fela Loftslags- og orkusjóði að veita styrki til kaupa á svokölluðum nytjahjólum. Þau eru sérstaklega hönnuð til að flytja ýmist farm eða farþega.

Í færslu Jóhanns Páls á Facebook segir að nytjahjól séu dýr í innkaupum en geti nýst með sams konar hætti og einkabílar. Þannig geti þau dregið úr akstri bíla og brennslu jarðefnaeldsneytis.

Styrkirnir verða allt að 200.000 krónur eða að hámarki þriðjungur af kaupverði hvers hjóls. Jóhann Páll sagði styrkinn vera lið í stefnu stjórnvalda um að ná árangri í loftslagsmálum, með því að ýta undir vistvænan og fjölbreyttan ferðamáta.

epa07860491 A cyclist rides a cargo bike near the TV tower during the Car-Free Day in Berlin, Germany, 22 September 2019. During the 18th edition of EUROPEANMOBILITYWEEK, the European Commission’s flagship campaign promotioned clean and sustainable urban transport. Running from 16-22 September 2019, almost 3,000 towns and cities from about 50 countries joined with their activities promoting safe walking and cycling. EUROPEAN MOBILITY WEEK culminates each year in the Car-Free Day, when streets close for traffic and open for people.  EPA-EFE/ALEXANDER BECHER
Svokölluð nytjahjól af ýmsum gerðum eru algeng víða um heim.EPA-EFE / Alexander Becher