11. apríl 2025 kl. 10:39
Innlendar fréttir
Orkumál
Flugleiðir hafarna hafa áhrif á vindorkukosti
Fyrirhuguð vindaflsvirkjun á Laxárdalsheiði í Dölum er í meginfarleið hafarna.
Líklegt er að frekari gögn sýni að virkjanakosturinn falli í verndarflokk þar sem vernd hafarnastofnsins séu verulega mikilvægir náttúruverndarhagsmunir á þessu svæði.
Þetta kemur fram í umsögn Dalabyggðar um tillögur verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar að flokkun tíu vindorkuverkefna, sem er í samráðsgátt.
Dalabyggð tekur undir að skynsamlegt sé að virkjanakosturinn sé flokkaður í biðflokk að svo stöddu eins og lagt er til í skýrslunni.
Gögn um farleiðir arnarins hafa áhrif á fleiri vindorkukosti á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.