11. apríl 2025 kl. 21:36
Innlendar fréttir
Norðurland
Mynd af SiglufjarðarvegiRÚV / Andrea María Sveinsdóttir
Alvarlegt umferðarslys á Siglufjarðarvegi sunnan við Hofsós
Lögreglunni á Norðurlandi vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Siglufjarðarvegi sunnan við Hofsós við Grafará í kvöld.
Samkvæmt Vegagerðinni er vegurinn lokaður vegna slyssins.
Lögreglan segir viðbragðsaðila vinna á vettvangi og að fréttatilkynningar megi vænta síðar. Frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.