Búast má við rigningu sunnan- og vestanlands snemma morguns. Suðlæg átt er í dag og víða strekkingur eða allhvass vindur. Lengst af hægur vindur og þurrt austanlands. Í kvöld dregur aftur úr bæði vindi og úrkomu sunnan- og vestanlands.
Fremur hlýtt er í veðri og verður hiti á bilinu 6 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
Á morgun er útlit fyrir hægari sunnanátt með dálitlum skúrum eða súld. Áfram lítil úrkoma á Austurlandi. Annað kvöld bætir aftur í vind sunnan- og vestanlands og tekur þá aftur að rigna.
Veður á landinu öllu klukkan 09:00.Veðurstofa Íslands