Hversu mengaðir eru Íslendingar?

Urður Örlygsdóttir

,

Vísindamenn við Háskóla Íslands rannsaka mengunarefni í Íslendingum. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni í Evrópuríkjum þar sem ætlunin er að kanna hvort styrkur tiltekinna efna sé að aukast eða minnka í Evrópubúum.

„Við erum bara hluti af umhverfinu og náttúrunni og við mengumst ef náttúran mengast. Og við viljum vakta þetta stöðugt,“ segir Ása Valgerður Eiríksdóttir sérfræðingur í eiturefnamælingum við Háskóla Íslands.

Verið er að kanna styrk PFAS-efna, sem eru stundum kölluð elífðarefnin, bísfenól-efna sem eru meðal annars notuð við plastframleiðslu og í fatnað og styrk nokkurra þungmálma sem finnast til dæmis í mat og ódýrum skartgripum.

Fjallað var um rannsóknina í Kastljósi í gær. Áhugasamir geta enn tekið þátt í rannsókninni.