Héraðsdómur Suðurlands samþykkti í gærkvöld kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur karlmönnum vegna rannsóknar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.
Um tíma sátu sjö í gæsluvarðhaldi eftir að maður, sem saknað var í Þorlákshöfn í byrjun mars, fannst þungt haldinn í Gufunesi í Reykjavík og lést skömmu eftir komu á sjúkrahús.
Í tilkynningu segir að rannsókn miði vel. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti héraðssaksóknara og embætti ríkislögreglustjóra hafa aðstoðað lögregluna á Suðurlandi við rannsóknina.