9. apríl 2025 kl. 0:45
Innlendar fréttir
Samgöngur

Fjórum flug­vél­um end­ur­beint vegna bil­un­ar

RÚV / Ragnar Visage

Fjórum flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli á tólfta tímanum í kvöld þegar lendingarljós á flugvellinum biluðu. Ein flugvélin, vél Icelandair á leið Heathrow-flugvelli í London, varð að lenda á Akureyri.

Hinar tvær vélarnar, vél Austrian Airlines frá Vín og EasyJet frá Basel, hugðust lenda í Glasgow en sneru að endingu við og lentu á Keflavíkurflugvelli eftir að tókst að koma ljósunum þar í gang á ný.

Fjórða vélin, vél Icelandair á flugi frá Kaupmannahöfn, lenti án vandkvæða eftir að ljósin voru komin í lag.