8. apríl 2025 kl. 19:37
Innlendar fréttir
Garðabær
Reiðhjólaslys á Arnarnesi
Tvö hjól rákust saman á hjólastíg á Arnarnesi í Garðabæ í kvöld. Tveir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um ástand hjólreiðamannanna að svo stöddu. Nokkur viðbúnaður var vegna slyssins að sögn vegfaranda sem átti leið hjá.